Don't you forget about me
Tveggja tíma skammsýning í bílastæðakjallara gamla Kolaportsins,
unnin ásamt Helenu Aðalsteinsdóttur. Hljóð og skúlptúr innsetning
í 5 bílum og 5 niðurföllum. Reykjavík, 2016.
Sverð af Skeiðarársandi og snjallsími eyða tíma saman í bakpoka.
Bein hittir batterí og flytur til borgarinnar og nú á öll þjóðin saman.
Á rúntinum dúkkar upp gamalt og gleymt lag, hver syngur það nú aftur?
Hver átti aftur sverð árið 1000?
Kolaportið var einu sinni í bílakjallara, svo var stemningunni tappað á flösku
og hún flutt hinumegin við götuna. Nú er þessi bílakjallari tímahrúga sem
liggur milli laga. Steypa, aska, seðlar, gömul frönsk kartafla.